Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nesbyggð ehf: Ljúka við 60 íbúðir á þessu ári
Fimmtudagur 6. mars 2008 kl. 10:21

Nesbyggð ehf: Ljúka við 60 íbúðir á þessu ári

Þrátt fyrir allt tal um samdrátt, yfirvofandi efnahagskreppu og útlánafrost peningastofnana er engan bilbug að finna á þeim feðgum Páli Harðarsyni og Herði Pálssyni sem stýra fyrirrtækinu Nesbyggð ehf. Enda engin ástæða til, segja þeir.

Fyrirtækið var stofnað 2002 og hefur verið nokkuð áberandi í þeirri miklu uppbyggingu sem verið hefur í Reykjanesbæ.  Á undanförnum árum hefur fyrirtækið byggt vel á annað hundrað íbúðir á svæðinu, mest í 12 íbúða fjölbýlishúsum sem þótt hafa eftirsóknarverð á markaði.  Fyrirtækið áformar að ljúka við 60 íbúðir á þessu ári.

„Jú, það er búið að vera mikið að gera og mikill kraftur. Eiginlega hálfgerð vertíðarstemmning því auðvitað vitum við að svona ástand eins og skapaðist fyrir tveimur árum varir ekki endalaust. Árin 2005 og 2006 voru alveg hreint ótrúlegir tímar Menn nota því tækifærið og setja kraft í hlutina á meðan árferðið er gott,“ sagði Hörður í spjalli við VF í vikunni.
„Maður heyrir af því að markaðurinn sé farinn að róast en maður finnur kannski ekkert svo mikið fyrir því ennþá. Ástandið er bara orðið eðlilegt og í jafnvægi,“ bætir Hörður við.

Sjá nánar í Víkurfréttum í dag.


Hörður Pálsson í Nesbyggð ehf. VF-mynd: elg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024