Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

NES með sumarhappdrætti
Ástrós María Bjarnadóttir og Ingólfur Már Bjarnason seldu Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar fyrsta happdrættismiðann.
Mánudagur 4. maí 2015 kl. 11:36

NES með sumarhappdrætti

Íþróttafélagið NES, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum, er í fjárölfun til að fjármagna rekstur félagsins. Meðal annars er verður NES með Sumarhappdrætti þar sem dregið verður út 5.júní næstkomandi og er sala á miðum hafin.

Áætlað er að selja 3000 miða og kostar hver miði einungis 1500kr. Heildarverðmæti vinninga er um 778.000 kr. og hafa flestir vinningar komið frá fyrirtækjum hér á Suðurnesjum. „Við hjá NES þeim óendanlega þakklát fyrir þetta frábæra framlag þeirra. Sölufólk á vegum NES munu ganga í hús í maí og vonumst við eftir því að vel verði tekið á móti þeim. Einnig ætlum við að selja happdrættismiða í Krossmóa og fyrir utan Hagkaup og Bónus aðra helgina í maí, 8.-10.maí,“ segir Katrín Ruth Þorgeirsdóttir þroskaþjálfi og varaformaður NES í tilkynningu til Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024