Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. mars 2002 kl. 09:36

NES kom heim með 16 verðlaun

Íþróttafélagið NES hefur verið að gera það gott, bæði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, undanfarið. Meðal annars komust þátttakendur héðan í 16 verðlaunasæti á Íslandsmóti IF í frjálsum Íþróttum sem var haldið í Reykjavík þann 17. mars síðastliðinn.SpecialOl. knattspyrnumót á Selfossi.

Laugardaginn 16. mars sl. var haldið knattspyrnumót SpecialOl. á Selfossi. Mótið er fyrir þroskahefta einstaklinga og er keppt í tveimur getustigum A og B. Hvert lið hefur á að skipa 5 – 6 einstaklingum. Nes sendi 1 lið í keppnina í getustig B og voru það allt einstaklingar sem ekki höfðu keppt í knattspyrnu á vegum félagsins áður. Í liðinu voru: Arngrímur Guðjón Arnarsson, Ásmundur Þórhallsson, Gestur Þorsteinsson, Jósef William Pétursson, Lára María Ingimundardóttir og Þorbjörg Ingimarsdóttir. Liðið lenti í þriðja sæti sem er góður árangur.

Nes gerir það gott á Íslandsmóti í frjálsum íþróttum.

Sunnudaginn 17. mars sl. fór fram Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum í Reykjavík þar sem skráðir voru 90 keppendur til leiks af öllu landinu. Nes átti þar sjö keppendur sem stóðu sig frábærlega. Keppendur Nes voru: Arnar Már Ingibjörnsson sem náði í 1 flokki 1. sæti, gull (Íslandsmeistari) í: Kúluvarpi, 60m hlaupi og langstökki með atrennu, 2. sæti og silfur í hástökki og 3. sæti brons í langstökki, Davíð Már Guðmundsson, Helgi, Konráð Ragnarsson sem náði í 1. flokki 3. sæti, brons í kúluvarpi, í 2. flokki 1.sæti, gull í hástökki og 60m hlaupi, 2. sæti, silfur í langstökki án atrennu, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir náði í 1. flokki 1. sæti, gull (Íslandsmeistari) í kúluvarpi og hástökki, 2. sæti, silfur í 60m hlaupi og langstökki neð atrennu og 3. sæti, brons í langstökki án atrennu, Sigurður náði í 2. flokki 2. sæti, silfri í kúluvarpi og Vilhjálmur náði í 1. flokki 3. sæti, brons í hástökki. Samtals náðu þau í 16 verðlaunasæti sem teljast má mjög góður árangur. Árangur keppenda er að finna á vefsíðu félagsins www.gi.is/nessport undir mót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024