Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendur varaðir við að handfjatla sprautur sem finnast
Miðvikudagur 25. september 2002 kl. 19:25

Nemendur varaðir við að handfjatla sprautur sem finnast

Í kjölfar frétta um að sprautur, sprautunálar og lyfjahylki fundust fyrir utan Njarðvíkurskóla á síðustu dögum boðaði Gylfi Guðmundsson nemendur á sal þar sem þessi mál voru rædd. Gylfi brýndi fyrir börnunum að láta slíka hluti alveg vera ef þeir skyldu rekast á þá og láta skólayfirvöld vita. Í samtali við Víkurfréttir sagði Gylfi að skólayfirvöld líti málið mjög alvarlegum augum:“Það hafa komið upp þrjú tilvik frá því í mars á þessu ári þar sem nemendur finna sprautur í ruslatunnum hér fyrir utan skólann. Á næstu dögum munu skólayfirvöld ræða við foreldra allra nemenda á sérstökum viðtalstíma um þessi mál og brýna fyrir foreldrum að vara börn sín við því að handfjatla sprautur eða nálar ef þau finna slíkt."

Gylfi segir að á 20 ára ferli sínum sem skólastjóri hafi hann aldrei orðið vitni að því að nemendur finna sprautur á skólalóðinni:

“Við erum náttúrulega logandi hrædd við þetta og þetta er mjög alvarlegt mál. Það sem skiptir mestu máli er að brýna fyrir börnunum að þau megi alls ekki handfjatla þessa hluti ef þau finna slíkt og láta skólayfirvöld vita," segir Gylfi að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024