Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendur úr Brunamálaskólanum á Suðurnesjum
Miðvikudagur 17. mars 2004 kl. 14:15

Nemendur úr Brunamálaskólanum á Suðurnesjum

Nemendur úr Brunamálaskólanum eru á námskeiði hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja þar sem þeim er kennd vatnsaflsfræði og vatnsöflun. Aðalkennari á námskeiðinu er Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, en honum til aðstoðar eru slökkviliðsmennirnir Ólafur Ingi Jónsson og Eyþór Þórarinsson.
Námskeiðið verður í dag og á morgun. Nemendurnir hafa hlotið bóklega kennslu í vatnsaflsfræði undir handleiðslu Sigmundar og eru æfingarnar í dag hluti af verklegu kennslunni.
Myndin: Nemendur við æfingar í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024