Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendur tóku ábyrga afstöðu
Fimmtudagur 27. nóvember 2008 kl. 17:01

Nemendur tóku ábyrga afstöðu



„Við vorum auðvitað harmi sleginn hérna enda hræðilegt að fá þessar fréttir. Byrjað var á því að upplýsa starfsmenn um það sem gerðist þannig að þeir færu með þá vitneskju inn í daginn. Einnig var farið strax inn í unglingadeildarbekkina og málin rædd,“ segir Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, aðspurð um fyrstu viðbrögð skólans við líkamsárásinni.

Að hennar sögn komu eldri nemendur skólans með þá hugmynd að unnið yrði á grundvelli jafningafræðslu, þ.e. að þau eldri myndu ræða málin við yngri nemendur skólans. Skipaður var hópur sem undirbjó málið með deildarstjórunum. Hópurinn ræddi  síðan málið við yngri krakkana þar sem aðaláherslan var lögð á það hve alvarlegt það væri að leysa málin með ofbeldi. Einnig var lögð áhersla mikilvægi þess taka aldrei að taka þátt í slíku, horfa á eða segja ekki frá. Jafnframt að bregðast við með því að ná í einhvern fullorðinn en ekki standa hjá án þess að gera nokkuð.

Aðspurð segir Guðmunda Lára að nemendur skólans hafi verið mjög slegnir yfir því sem gerðist og ekki einn einast nemandi haft reynt að réttlæta það.

-Eru skólar almennt með einhverja viðbragðsáætlun til að styðjast við þegar mál af þessu tagi koma upp?

„Við höfum verið að koma okkur upp verkfærum til þess. Við höfum tekið þátt Olweus-áætluninni (sem tekur m.a. á einelti) og tökum þar á málum eftir ákveðnu kerfi. Síðan erum við sjálf að byggja upp kerfi sem kallast Stuðningur við jákvæða hegðun. Við notuðum það einmitt sem verkfæri til að ræða við börnin því við höfum sett okkur einkunnarorðin virðing, ábyrgð og vinsemd. Við erum að kenna börnunum hvað það þýðir og þau áttuðu strax á því að þetta er ekki í samræmi við þau einkunnarorð.

-Nú hafa komið fram vissar áhyggjur hjá nemendum þess efnis að þessi atburður kunni að gjaldfella þessi einkunnarorð. Hafið þið orðið vör við einhver viðbrögð eða viðhorf útávið sem gefa tilefni til þess?

„Já, en ekki mikið. Það er aðeins að maður heyrir spurt hvort málin séu svona í Njarðvík. Að þannig séu málin leyst. Krakkarnir tóku strax þann pólinn í hæðina að spyrja hvað þau gætu gert til að segja að við erum ekki svona. Þetta er ekki það sem við viljum vera þekkt fyrir. Þannig að þau fóru strax að tala um hvað þau gætu gært til að sýna að það væri margt gott við skólann þeirra.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


- Sjá einnig Vefsjónvarp Víkurfrétta á forsíðu vf.is