Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nemendur taka þátt í að hugsa um barn
Miðvikudagur 22. júní 2005 kl. 15:12

Nemendur taka þátt í að hugsa um barn

Nemendur í Vinnuskóla Reykjansbæjar taka í sumar þátt í námskeiðinu Hugsað um barn í samvinnu við fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.

Nemendum í 9. og 10. bekk býðst að taka þátt í námskeiðinu og taka þau með sér heim yfir helgi barn sem þau þurfa að hugsa um. Þarfir "barnsins" eru svipaðar og hjá ungabörnum en ekkert barn er þó eins. Nemendur skila börnunum í lok helgar og í framhaldi fá þau fræðslu um kynlíf og barneignir. Verkefnið er styrkt af Forvarnarsjóði Íslands.

Kom þetta fram á vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024