Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nemendur og bæjarstjóri ánægð með matinn
Föstudagur 26. ágúst 2005 kl. 15:08

Nemendur og bæjarstjóri ánægð með matinn

Börnin í Akurskóla voru hressir í dag þegar Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, heimsótti nemendur í hádeginu og borðaði með þeim hádegismat.

Var þetta í tilefni af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skólamötuneytum grunnskólanna en eins og Víkurfréttir hafa greint frá þá hefur fyrirtækið Matarlyst – Atlanta tekið við rekstri skólamötuneyta grunnskólanna í Reykjanesbæ.

Ánægja var með matinn á meðal nemenda og gáfu þeir ljósmyndara merki þess efnis eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Reykjanesbær var fyrsta sveitarfélagið til þess að bjóða upp á heitar máltíðir í öllum grunnskólum en með þessum breytingum standa vonir til að hægt verði að lækka rekstrarkostnað skólanna vegna mötuneytanna og bjóða jafnframt nemendum upp á skólamáltíð á lægra verði en áður hefur verið.

Hver máltíð í áskrift mun einungis kosta kr. 185 sem er 20% lækkun frá núverandi verði. Barn í áskrift fær þannig fimmtu hverja máltíð fría og sparar hann 46 máltíðir á ári m.v. 20 skóladaga í mánuði. Þannig greiða foreldrar í raun einungis skólamat fyrir 7 mánuði af 9 yfir veturinn sem hlýtur að hafa áhrif á rekstur heimilanna.

Einnig verður hægt að kaupa staka máltíð á kr. 235 eða velja áskrift eftir ákveðnum vikudögum.

Áhersla verður lögð á samvinnu við foreldra í þróun skólamáltíðinna og er það von Reykjanesbæjar sem og skólastjórnenda að vel takist til með breytt fyrirkomulag.

VF-mynd: AMG

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024