Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nemendur Heiðarskóla styrkja góð málefni
Fimmtudagur 21. desember 2006 kl. 10:16

Nemendur Heiðarskóla styrkja góð málefni

Á litlu jólunum í Heiðarskóla í Reykjanesbæ er hefð fyrir því að nemendur skiptist á litlum gjöfum. Í ár ákváðu nokkrir bekkir að láta andvirði pakkanna frekar renna til góðs málefnis.

Nemendur völdu sjálfir hvaða málefni þeir vildu styrkja. Stofnanir og samtök eins og Barnaheill, Unicef, Bugl og Keflavíkurkirkja urðu fyrir valinu hjá nokkrum bekkjum og einn bekkur vildi styrkja langveikan lítinn dreng úr Reykjanesbæ. 

María Skúladóttir fulltrúi Barnaheilla og séra Skúli Ólafsson frá Keflavíkurkirkju komu og tóku á móti gjöfum. Fleiri myndir voru teknar við afhendingu til þeirra og má sjá á vef Heiðarskóla með því að smella hér.

 

Af vef Heiðarskóla

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024