Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Nemendur ánægðir með vendinám
Föstudagur 26. maí 2017 kl. 13:41

Nemendur ánægðir með vendinám

Kennslusvið Keilis stendur reglulega fyrir könnunum meðal nemenda skólans. Í síðustu könnun voru nemendur Háskólabrúar spurðir sérstaklega út í fyrirkomulag kennslunnar og hvernig þeim líkaði vendinám.
 
Vendi­nám (sem er þýðing á flipp­ed le­arn­ing) snýst um að kennslunni sé snúið við, að nemendur sæki námsefni og kennslu á netinu heima hjá sér, en leggi meiri áherslu á heimavinnu og hópavinnu í skólanum. Vendinám hefur verið nýtt á Háskólabrú Keilis síðasliðin sex ár með góðum árangri og virðast bæði kennarar og nemendur vera ánægðir með fyrirkomulagið.
 
Í könnuninni, sem var send á útskrifaða nemendur Háskólabrúar á síðasta ári, svöruðu sjötíu nemendur spurningu um hvernig þeim hefði líkað vendinámið sem kennsluaðferð. Allir þátttakendur svöruðu spurningunni jákvætt og má sjá samantekt athugasemda þeirra á heimasíðu Keilis.
 
Vendinámið hefur þannig náð að festa sig í sessi í Háskólabrú Keilis og hefur reynsla bæði nemenda og kennara af aðferðinni verið afar góð. Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016 og er hann einn þeirra sem er ánægður með kennsluaðferðirnar á Háksólabrú. „Námsaðferðirnar hér henta mér mjög vel, þetta vendinám er alger snilld og það að geta stjórnað náminu sínu alveg sjálfur og verið síðan í verkefnavinnu með kennurum það er rétta leiðin. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“
Public deli
Public deli