Nemendur Air War College í heimsókn á Keflavíkurflugvelli
Nemendur og kennarar við Air War College komu í heimsókn á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Skólinn er á vegum bandaríska flughersins og er ætlaður fyrir framtíðarleiðtoga. Hópurinn hefur verið á ferð um Þýskaland, Danmörku, Noreg og Ísland til að fræðast um varnar- og öryggismál í Evrópu og á Norður-Atlantshafi.
Hér á landi kynnti hópurinn sér framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins, samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnar- og öryggismála og hvaða tækifæri eru til að efla þessa samvinnu, meðal annars á sviði viðbúnaðar og þjálfunar. Gestirnir skoðuðu meðal annars stjórnstöð íslenska loftvarnakerfisins og ýmis mannvirki á öryggissvæðinu.
Nánar má lesa um heimsókn Air War College til Íslands á vef Landhelgisgæslunnar.