Nemendur af Suðurnesjum lægstir í þremur fögum
Einkunnir samræmdra prófa 10. bekkja voru gefnar út í dag. Nemendur af Suðurnesjum komu verst út í þremur fögum, en það eru náttúrufræði, stærðfræði og íslenska. Hæsta einkunn í stærðfræði var hjá nágrannaskólum Reykjavíkur með 5,8 en Suðurnesin ráku lestina með einkunina 4,9.Þetta er þriðja árið í röð sem samræmd próf koma sýnilega illa út á Suðurnesjum en nánar má kynna sér niðurstöðurnar á vef námsmatsstofnunar www.namsmat.is.