Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neitaði sýnatöku og sviptur
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 14:35

Neitaði sýnatöku og sviptur

- annars heldur tíðindalítil og góð helgi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Nýliðin helgi var tíðindalítil og góð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þó var einn ökumaður sviptur ökuréttindum tímabundið, því hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en neitaði að gefa þvagsýni á lögreglustöð.

Annar ökumaður var kærður fyrir að aka gegn rauðu ljósi og skráningarnúmer voru fjarlægð af óskoðaðri bifreið.

Loks var reynt að brjótast inn í fyrirtæki í umdæminu, þar sem þurrkaður er þari, og komast þar að tölvubúnaði. Ekki tókst þeim sem þar var, eða voru, á ferðinni ætlunarverk sitt, en húsnæðið bar ummerki um óæskilega „heimsókn“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024