Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Neitaði sýnatöku og missti réttindin
Föstudagur 22. febrúar 2013 kl. 11:28

Neitaði sýnatöku og missti réttindin

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn í fyrradag vegna gruns um fíkniefnaakstur, svo og fleiri brota í umferðinni. Annar mannanna var réttindalaus við stýrið og staðfestu sýnatökur að hann hafði neytt kókaíns og kannabis. Hinn ók bifreið sem var með öllu ljóslaus.

Í viðræðum lögreglu við hann vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn neitaði að fara á lögreglustöð og láta í té þvagsýni. Hann var því handtekinn. Á lögreglustöðinni neitaði hann enn sýnatöku og var honum þá tjáð að slíkt gæti varðað eins árs sviptingu ökuleyfis. Hann þráaðist enn við og var þá sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024