Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neitaði að yfirgefa leigubílinn
Fimmtudagur 26. október 2006 kl. 10:43

Neitaði að yfirgefa leigubílinn

Á fjórða tímanum í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglunnar í Keflavík. Ofurölvi farþegi hans vildi með engu móti yfirgefa bifreiðina þegar heim var komið, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni.
Sá leigubílstjórinn sér ekki annað fært en að kalla til lögreglu, sem tók farþegann í sína vörslu. Fékk hann að sofa úr sér í fangageymslu lögreglunnar. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024