Neitaði að borga 5000 - gert að greiða 85.000
48 ára gamall maður var dæmdur í héraðsdómi Reykjanes til að greiða 5000 króna sekt og 80.000 króna sakarkostnað. Málsatvik voru þannig að mánudaginn 12. júlí 2004 voru lögreglumenn við umferðareftirlit á Reykjanesbrautinni. Bifreið sem ákærði var í, var fyrir aftan lögreglubílinn og var bifreiðinni ekið of nálægt lögreglubifreiðinni og sögðust lögreglumenn ekki hafa séð framljós bifreiðarinnar í baksýnisspeglum á löngum kafla. Miðað við mælingar lögreglunnar reyndist bilið vera um þrír metrar. Ákærði brást ókvæða við og taldi bilið vera meira og að hann hafi verið að bíða færis á að taka framúr við góðar aðstæður. Lögreglubifreiðinni var ekið á 86 km. hraða samkvæmt ratsjá lögreglubifreiðinnar. Í ákæru var talið háttsemi ákærða varða við 3. mgr. 14. gr. umferðalaga nr. 50/1987.
Ákærði taldi að bilið hafi verið meira en 3 metrar og kvaðst hann ekki geta dregið úr hraðanum og breikkað bilið þar sem næstu bifreið fyrir aftan bifreið hans hafi verið ekið mjög nálægt honum.
Ákærði taldi að bilið hafi verið meira en 3 metrar og kvaðst hann ekki geta dregið úr hraðanum og breikkað bilið þar sem næstu bifreið fyrir aftan bifreið hans hafi verið ekið mjög nálægt honum.