Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neitaði að blása í áfengismæli
Mánudagur 24. mars 2014 kl. 08:51

Neitaði að blása í áfengismæli

Hafði innbyrt töluvert af áfengi og reykt þrjár „jónur“.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í síðustu viku för ofurölvi ökumanns, sem einnig var undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar neitaði hann að blása í áfengismæli, en tjáði lögreglu að hann hefði drukkið einn til þrjá bjóra og hálfan vodkapela. Þá kvaðst hann einnig hafa reykt þrjár „jónur“ um kvöldið. Sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt kannabis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024