Neitaði að blása í áfengismæli
Hafði innbyrt töluvert af áfengi og reykt þrjár „jónur“.
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í síðustu viku för ofurölvi ökumanns, sem einnig var undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar neitaði hann að blása í áfengismæli, en tjáði lögreglu að hann hefði drukkið einn til þrjá bjóra og hálfan vodkapela. Þá kvaðst hann einnig hafa reykt þrjár „jónur“ um kvöldið. Sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt kannabis.