Neita að fallast á tillögur útgerðar Guðrúnar Gísladóttur KE um aðgerðir í mengunarvörnum
Norsk stjórnvöld neita að fallast á tillögur þær sem útgerð frystiskipsins Guðrúnar Gísladóttur hafa skilað um það hvernig komast megi hjá mengun frá flaki skipsins sem liggur á um 40 metra dýpi við Lófót í Norður Noregi. Norðmenn hafa töluverðar áhyggjur af mengun frá flakinu. Um borð eru um 300 tonn af olíu og 900 tonn af síldarflökum og óttast er umhverfisslys þegar fram líða stundir ef þetta er ekki fjarlægt hið fyrsta. Fiskeldisstöð með sjókvíum er í grennd við strandstaðinn, náttúrufegurð mikil og svæðið er vinsælt meðal ferðamanna.Útgerð skipsins skilaði áætlun um hreinsun til mengunarvarna norska ríkisins á mánudag en norðmönnum þykir hún engan veginn fullnægjandi og bera keim af getgátum. Því hefur útgerðin fengið frest til að koma með nýjar tillögur innan tveggja vikna. Norðmenn vilja fá að vita hverjar afleiðingar útgerðin telji að það hafi ef rotnandi síld og olía nær að menga umhverfið og hve mikið það kosti að fjarlægja hvoru tveggja úr flakinu og lyfta því af hafsbotni.
Einnig vilja norsk stjórnvöld fá mat á verðmæti flaksins eins og það er nú. Í fréttum norska ríkisútvarpsins kemur fram að Mengunarvarnir norska ríkisins hafi lagalega heimild til að láta fjarlægja flakið á kostnað útgerðar ef hætta er talin á meiriháttar mengunarslysi.
Sveitarstjórnarmenn í héraðinu þar sem Guðrún Gísladóttir sökk hafa lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja að skipið verði látið liggja á hafsbotni með eitthvað af olíu og 900 tonn af rotnandi síld um borð. Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag.
Einnig vilja norsk stjórnvöld fá mat á verðmæti flaksins eins og það er nú. Í fréttum norska ríkisútvarpsins kemur fram að Mengunarvarnir norska ríkisins hafi lagalega heimild til að láta fjarlægja flakið á kostnað útgerðar ef hætta er talin á meiriháttar mengunarslysi.
Sveitarstjórnarmenn í héraðinu þar sem Guðrún Gísladóttir sökk hafa lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja að skipið verði látið liggja á hafsbotni með eitthvað af olíu og 900 tonn af rotnandi síld um borð. Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag.