Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Neistinn og blóðbankinn halda blóðsöfnunardag
Mánudagur 8. febrúar 2016 kl. 10:30

Neistinn og blóðbankinn halda blóðsöfnunardag

Vitundarvika um meðfædda hjartagalla stendur yfir núna fram til 14. febrúar. Í vikunni er lögð sérstök áhersla á að fræða almenning um meðfædda hjartagalla, hetjurnar sem lifa með þá alla ævi, fjölskyldur þeirra og lífið með hjartagalla. Neistinn mun á hverjum degi í vikunni velja eitt atriði til kynningar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.  Hápunktur vikunnar verður svo blóðsöfnunardagur sem skipulagður er í samvinnu við Blóðbankann. Þann dag eru aðstandendur og almenningur hvattir til að gefa blóð.
 
Blóðsöfnunardagurinn verður á fimmtudaginn í þessari viku, þann 11. febrúar. Fólk er sérstaklega hvatt til að gefa blóð þann dag. Í tilkynningu frá Neistanum segir að hjartabörn hafi býsna mörg þurft að nota þjónusta bankans og vilja aðstandendur þeirra þakka fyrir sig með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.
 
Blóðsöfnunin stendur allan fimmtudaginn 11. febrúar, frá 08:00 til 19:00.

Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.

Barnapössun, andlitsmálun og blöðrur á milli klukkan 14:00 og 18:00.
 
Á Íslandi fæðast að meðaltali 70 börn á ári með hjartagalla, eða um það bil 1,7 prósent allra lifandi fæddra barna hér á landi. Helmingur þessara barna þarf að gangast undir aðgerð og sum oftar en einu sinni. Meira en helmingur aðgerðanna er framkvæmdur erlendis.
 
Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 15.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Fjöldi virkra blóðgjafa er á bilinu 8 til 9.000. Til að viðhalda þeim hópi þarf um 2.000 nýja blóðgjafa á hverju ári. Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Með því að gefa blóð gefur þú dýrmæta gjöf og getur þannig bjargað mannslífi á einfaldan hátt.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024