Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neikvæður flutningsjöfnuður sá mesti í rúm 20 ár
Föstudagur 16. október 2009 kl. 13:38

Neikvæður flutningsjöfnuður sá mesti í rúm 20 ár


Flutningsjöfnuður var neikvæður á Suðurnesjum fyrstu níu mánuði ársins. Þeir íbúar sem fluttu búferlum frá svæðinu voru 340 fleiri en þeir sem fluttu til svæðisins.

Í Reykjanesbæ var flutningsjöfnuðurinn neikvæður um 207 einstaklinga, þ.e. brottfluttir umfram aðflutta.  Það er í fyrsta skipti síðan 2004 sem það gerist en þá var flutningsjöfnuðurinn neikvæður um 36.  Sé rýnt í tölur Hagstofunnar aftur til ársins 1986 sést að neikvæður flutningsjöfnuður hefur aldrei verið meiri en nú.

Reykjanesbær hefur líka átt sína „gullöld” t.d. árið 2007 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 1344, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það skýrist að miklu leyti af þeim fólksfjölda sem flutti á háskólasvæðið á gamla varnarsvæðinu. Á síðasta ári var flutningsjöfnuður jákvæður um 611 í Reykjanesbæ. Hér er því um mikinn viðsnúning að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024