Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fréttir

Nefskattur í stað afnotagjalda árið 2008
Mánudagur 7. mars 2005 kl. 16:55

Nefskattur í stað afnotagjalda árið 2008

Samkvæmt frumvarpsdrögum Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, munu afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð niður árið 2008. Þetta kemur fram á vefsíðu Ríkisútvarpsins í dag. Öllum lífeyrisskuldbindingum verður aflétt af stofnuninni og einnig hlut Ríkisútvarpsins í rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands en árlegur kostnaður Ríkisútvarpsins vegna lífeyrisskuldbindinga og Sinfóníunnar nemur um 300 milljónum króna.

Fram kom í hádegisfréttum RÚV í dag að frumvarpið væri á lokastigi. Afnotagjöld yrðu lögð niður og í staðinn tekinn upp nefskattur og útvarpsráð lagt niður og í stað þess kæmi ráðherraskipuð rekstrarstjórn. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að afnotagjöldin verði, samkvæmt frumvarpinu, lögð niður árið 2008. Í staðinn kemur nefskattur, sem ekki er búið að útfæra endanlega, en mun ekki færa Ríkisútvarpinu minni tekjur en það hefur nú af afnotagjöldum.

www.ruv.is
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25