Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nefhjólið neitaði að fara upp eftir flugtak
Þotan í aðflugi að Keflavíkurflugvelli nú áðan. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 19. september 2024 kl. 17:50

Nefhjólið neitaði að fara upp eftir flugtak

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli fyrir fáeinum mínútum vegna lendingar þotu Icelandair. Vélin hafði tekið á loft frá Keflavíkurflugvelli skömmu áður en nefhjól vélarinnar fór ekki upp eftir flugtakið.

Vélin, Boeing 757 með skráninguna TF-FIP, tók því stóran hring á Faxaflóa og kom svo inn til lendingar yfir Njarðvík. Lendingin tókst vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vélin var á leiðinni frá Keflavík til Seattle. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig farþegunum verður komið vestur um haf.

Myndirnar voru teknar þegar þotan var í aðflugi að Keflavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum síðdegis.