Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nefhjól brotnaði af þotu á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 13. janúar 2014 kl. 10:24

Nefhjól brotnaði af þotu á Keflavíkurflugvelli

Nefhjól brotnaði af Bombardier Learjet 60 einkaþotu á Keflavíkurflugvelli á laugardagskvöld. Dráttartæki hafði verið tengt við þotuna og var að draga hana þegar hjólið brotnaði.

Svo virðist vera að nefhjólið hafi verið í bremsu. Þotan stóð á klaka en um leið og hún var dregin út á ófrosið undirlag brotnaði nefhjólið af henni.

Nú er beðið eftir fulltrúum frá tryggingum þotunnar til að meta tjónið og því stendur vélin nú óhreyfð á Keflavíkurflugvelli með nefið  í flughlaðinu.

Myndin var tekin á vettvangi óhappsins í gærdag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024