Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. apríl 2002 kl. 10:48

NBA-lið nota samskonar parket og fer á íþróttahús Keflavíkur

Ákveðið hefur verið að setja nýtt gólf á A - sal Íþróttahússins við Sunnubraut í sumar og varð fyrir valinu ný tegund af parketgolfi sem mikið er notað af NBA liðum. Samið hefur verið við fyrirtækið Parket og gólf sem er umboðsaðili Connor á Íslandi en það fyrirtæki sérhæfir sig í lagningu parketgólfa. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.Settir eru gúmmítappar undir gólfið í stað grinda sem hefur ýmsa kosti t.a.m. þarf ekki að hreinsa út gríðarlegt magn af steypu úr húsinu til að ná réttri hæð fyrir grindur. Slíkt undirlag hefur verið prófað og reynst uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til íþróttagólfa, sérstaklega vegna iðkunar körfubolta en einnig fyrir almenna kennslu. Kosnaðaráætlun var í upphafi 25,4 milljónir en gert er ráð fyrir að gólfið sem varð fyrir valinu muni kosta um 18 milljónir. Framkvæmdir hefjast 3. júní n.k. og er áætlað að þeim ljúki 1. ágúst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024