Náungakærleikur Njarðvíkinga
Styrktu Fjölskylduhjálp og Unicef
Stjórn kkd. Umfn ákvað á síðasta heimaleik fyrir jól myndi allur aðgangseyrir fara í að styrkja góð málefni nú fyrir jólin. Njarðvíkingar léku þá gegn Þór Þorlákshöfn og var vel mætt. Allir sem lögðu leið sína í Ljónagryfjuna borguðu sig inn, þ.á.m. leikmenn beggja liða og dómarar.
Ákveðið var að styrkja Unicef sem aðstoðar nú börn í Sýrlandi sem eiga um sárt að binda og Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ. Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkinga mætti í Fjölskylduhjálp í dag og afhenti Önnu Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Fjölskylduhjálp fjárhæð sem vafalaust kemur að góðum notum.