Nauðungarsölur á fasteignum aldrei færri
Aðeins sex nauðungaruppboð á fasteignum hafa komið til kasta sýslumannsembættisins í Keflavík það sem af er þessu ári. Það þykja vissulega jákvæðar fréttir en hins vegar mjög óvenjulegar samanborið við fjölda nauðungarsala síðastliðin ár.
Allt árið í fyrra voru nauðungarsölur á fasteignum 33 talsins. Árið á undan voru þær 52 og árið 2003 komu 49 nauðungarsölur til kasta Sýslumannins.
Beiðnir um nauðungarsölur eru þó alltaf nokkuð fleiri heldur fjöldi aðfarargerða því margir ná að bjarga málunum síðustu stundu.
Að sögn Jón Eysteinssonar, fráfarandi sýslumanns, má alltaf sjá samhengi á milli fjölda nauðungarsala og efnahagsástandsins á hverjum tíma. Hins vegar gæti áhrifanna alltaf talsvert eftir á þar sem slík mál eigi sér oftast nokkuð langan aðdraganda áður en gerð er krafa um nauðungarsölu.
Sem dæmi má nefna að í efnahagslægðinni um miðjan síðasta ártuginn voru nauðungarsölur á fasteignum hvað flestar hjá embættinu. Flestar voru þær árið 1996 eða 97 talsins en efnahagslæðin var hvað dýpst tvö árin þar á undan.
Jón segir að hugsanlega megi skýra þessa fækkun nú að einhverju leiti að því breytta aðgengi sem almenningur hafði að húsnæðislánum og öðru lánsfé fyrir nokkrum misserum. Þá notuðu margir tækifærið og endurfjármögnuðu eldri lán.
Allt árið í fyrra voru nauðungarsölur á fasteignum 33 talsins. Árið á undan voru þær 52 og árið 2003 komu 49 nauðungarsölur til kasta Sýslumannins.
Beiðnir um nauðungarsölur eru þó alltaf nokkuð fleiri heldur fjöldi aðfarargerða því margir ná að bjarga málunum síðustu stundu.
Að sögn Jón Eysteinssonar, fráfarandi sýslumanns, má alltaf sjá samhengi á milli fjölda nauðungarsala og efnahagsástandsins á hverjum tíma. Hins vegar gæti áhrifanna alltaf talsvert eftir á þar sem slík mál eigi sér oftast nokkuð langan aðdraganda áður en gerð er krafa um nauðungarsölu.
Sem dæmi má nefna að í efnahagslægðinni um miðjan síðasta ártuginn voru nauðungarsölur á fasteignum hvað flestar hjá embættinu. Flestar voru þær árið 1996 eða 97 talsins en efnahagslæðin var hvað dýpst tvö árin þar á undan.
Jón segir að hugsanlega megi skýra þessa fækkun nú að einhverju leiti að því breytta aðgengi sem almenningur hafði að húsnæðislánum og öðru lánsfé fyrir nokkrum misserum. Þá notuðu margir tækifærið og endurfjármögnuðu eldri lán.