Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nauðsynlegt að lækka laun æðstu embættismanna
Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 11. maí 2020 kl. 07:01

Nauðsynlegt að lækka laun æðstu embættismanna

„Reykjanesbær stendur frammi fyrir miklum samdrætti í tekjum vegna COVID-19-veirufaraldursins og að sama skapi munu útgjöld aukast. Nauðsynlegt er að ráðast í hagræðingu vegna þessa. Kostnaður stjórnsýslu bæjarins hefur vaxið mikið á skömmum tíma. Nauðsynlegt er að lækka laun æðstu embættismanna.“

Þetta kemur fram í bókun sem Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki, lagði fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Greini aðgengismál fatlaðra í Reykjanesbæ

Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki, vill að Reykjanesbær geri greiningu á aðgengismálum fatlaðra í bæjarfélaginu og skal sviðsstjóri koma með tillögur um endurbætur sem hægt er að ráðast í hið fyrsta. Sviðsstjóri skili skýrslu fyrir næsta bæjarráðsfund. Sótt verði um styrk til fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs til verkefnanna, að því að kemur fram í bókun sem hún lagði fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Nauðsynlegt að greina yfirvofandi atvinnuleysi námsmanna

Nauðsynlegt er að greina strax yfirvofandi atvinnuleysi námsmanna, átján ára og eldri í bæjarfélaginu, sem sýnilega eiga enga möguleika á sumarstarfi vegna COVID-19-veirufaraldursins. Upplýsa ber Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um stöðuna og sækja fjármagn til ríkisins samkvæmt úrræði ríkisstjórnarinnar, segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur, Miðflokki, á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.