Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nauðlent vegna reyks í flugstjórnarklefa
Laugardagur 27. ágúst 2011 kl. 06:06

Nauðlent vegna reyks í flugstjórnarklefa


Töluverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli fyrir stundu vegna farþegaflugvélar frá bandaríska flugfélaginu United Airlines sem þurfti að nauðlenda vegna reyks um borð. Vélin er af gerðinni Boeing 767 og lenti hún kl. 05:19.


Tilkynnt var um reyk í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. Um borð í flugvélinni voru 181 farþegar og áhafnarmiðlimir, en vélin var á leið frá Washington í Bandaríkjunum til Lundúna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bið verður á því að flugvélin geti haldið för sinni áfram því fyrst þarf að komast að því hvað var að og gera við það.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar viðbragðsaðilar yfirgáfu flugvöllinn eftir að hættuástandinu var aflýst. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson