Nauðlending: Loftræsivifta ofhitnaði
Allt tiltækt lið björgunarsveita og slökkviliðsmanna var kallað á Keflavíkurflugvöll í dag vegna neyðarástands um borð í Boeing 747-400 farþegavél sem var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada. 282 farþegar voru um borð. Tilkynnt var um reyk í farþegarými um kl. 15.30. Vélin lenti svo heilu og höldnu á fimmta tímanum. Þormóður Þormóðsson stjórnaði rannsókninni á vettvangi fyrir hönd Rannsóknarnefndar flugslysa. Í ljós kom að reykurinn stafaði frá viftu í loftræstikerfi sem hafði ofhitnað.Þota frá Kanada kom um þrjúleytið í nótt og flutti farþegana og áhöfnina áfram vestur um haf. Þotan sem nauðlenti er ennþá á Keflavíkurflugvelli.
Myndin: Slökkviliðið á vakt við vélina síðdegis í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi
Myndin: Slökkviliðið á vakt við vélina síðdegis í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi