Þriðjudagur 30. desember 2003 kl. 11:19
Nauðgun kærð í Keflavík
Sautján ára stúlka í Keflavík kærði 19 ára pilt til lögreglunnar í Keflavík í nótt fyrir nauðgun. Sagði stúlkan að nauðgunin hafi átt sér stað í heimahúsi. Pilturinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.