Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Náttúruvikan á Reykjanesi hófst í dag
Sunnudagur 25. júlí 2010 kl. 14:07

Náttúruvikan á Reykjanesi hófst í dag

Náttúruvika á Reykjanesi 25. júlí – 2. ágúst 2010.

Ýmsir dagskrárliðir tengdir náttúrunni verða í boði á Reykjanesskaga s.s. gönguferðir, hjólaferðir, fjöruskoðun, fuglaskoðun, grasaferð,
skógræktarferð, bryggjudorg, fræðsla, sýningar o.m.fl. Nánar um dagskrárliði má sjá á vefsíðunni www.natturuvika.is

Náttúruvikan er samstarfsverkefni menningarfulltrúa Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis, Voga, Reykjanesbæjar og sjf menningarmiðlunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Náttúruvikan er hugsuð sem ódýr, góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna og jafnframt til að minna á hvað náttúran hefur upp á margt að bjóða. Náttúruvikan er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Verkefnastjóri er Sigrún Jónsd. Franklín, [email protected], gsm 6918828 www.sjfmenningarmidlun.is