Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

NATO: Ekki þörf á heimavarnarliði
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 12:19

NATO: Ekki þörf á heimavarnarliði

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins telur ekki vera þörf á íslensku heimavarnarliði eins og málin standi og segir mikilvægasta hlutverk bandalagsins vera varnir gegn hryðjuverkum.
Varnarmál Íslands voru rædd á klukkustundar löngum fundi sem Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, átti með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra á föstudag.
Eftir fundinn sagði Davíð að enginn ágreiningur væri um varnarsáttmálann frá 1951 milli Íslands og Bandaríkjanna og ekki sé enn vitað hvort eða hvenær viðræður um breytingar í þeim efnum fari fram. Ríkisútvarpið greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024