Natalía Rós er fundin
Natalía Rós Jósepsdóttir, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir er fundin og komin aftur á Stuðla. Natalía strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum 18. mars sl., ásamt tveimur öðrum stúlkum. Síðan þá hefur lögreglan verið með eftirgrennslan og hefur nú haft uppi á Natalíu sem er komin aftur að Stuðlum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.