Nasdaq og OMX ræðast við í Reykjanesbæ
Sendinefndir frá Nasdaq og OMX hafa setið á fundum í Reykjanesbæ í allan dag. Samtals mættu um 30 manns til þessa fundar bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq og sænska fyrirtækisins OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum.
Fram hefur komið í fréttum að sænsk stjórnvöld óttast að fyrirhuguð yfirtaka bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á sænska fyrirtækinu OMX kunni að grafa undan samkeppnisstöðu OMX í Evrópu ef sameinað fyrirtæki verði rekið samkvæmt bandarískum reglum. Sænska ríkið á 6,6% hlut í OMX og opinber andstaða Svía gegn samrunanum gæti sett strik í reikninginn.
Gera má ráð fyrir að ótti sænskra stjórnvalda sé til umræðu á fundinum í Reykjanesbæ, sem fer fram á Hótel Keflavík, samkvæmt heimildum Víkurfrétta.
Fram hefur komið í fréttum að sænsk stjórnvöld óttast að fyrirhuguð yfirtaka bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á sænska fyrirtækinu OMX kunni að grafa undan samkeppnisstöðu OMX í Evrópu ef sameinað fyrirtæki verði rekið samkvæmt bandarískum reglum. Sænska ríkið á 6,6% hlut í OMX og opinber andstaða Svía gegn samrunanum gæti sett strik í reikninginn.
Gera má ráð fyrir að ótti sænskra stjórnvalda sé til umræðu á fundinum í Reykjanesbæ, sem fer fram á Hótel Keflavík, samkvæmt heimildum Víkurfrétta.