Nanna Bryndís fékk æðstu viðurkenningu Lions
– Pálmi Hannesson fékk viðurkenningu sem Progressive Melwin Jones félagi.
Þann 14. október síðastliðinn hélt Lionshreyfingin upp á Alþjóða sjónverndardag Lions. Á þessum tímamótum veitti Lionsklúbburinn Garður tveimur aðilum Melwin Jones viðurkenningar, en það er æðsta viðurkenning sem Lionsklúbbur getur veitt.
Melwin Jones var aðalhvatamaður og stofnandi Lionshreyfingarinnar á sínum tíma, var það árið 1917. Þau sem hlutu þessa viðurkenningu voru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í hljómsveitinni Of Monsters and Men fyrir hennar frábæra starf, en eins og flestir vita þá hefur hún ásamt hljómsveitinni náð mjög langt í tónlistinni bæði hér á landi og ekki síður erlendis, verið góð landkynning og fyrirmynd ungs fólks.
Þá fékk Pálmi Hannesson félagi í Lionsklúbbnum Garður viðurkenningu sem Progressive Melwin Jones félagi fyrir hans störf í þágu Lionshreyfingarinnar.