Nánast öllu stolið úr íbúðarhúsi í útleigu
Guðrún Hauksdóttir og maðurinn hennar Bessi Sveinsson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Þau höfðu ákveðið að flytja búferlum til Noregs eins og svo margir aðrir um þessar mundir og ákváðu því að leigja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík út. Leigjendurnir eru fluttir núna fluttir út úr íbúðinni og þegar aðstandendur Guðrúnar og Bessa athuguðu með íbúðina kom í ljós að þaðan hafði nánast öllu verið stolið, innréttingum, eldhús- og baðtækjum, hurðum ljósum og fleiru. Nánast ekkert var skilið eftir.
„Kæru vinir, mig langar til að biðja ykkur sem hafið hug á að leigja íbúðarhúsnæði ykkar að ATH allt í kringum það gaumgæfilega. Vinsamlegast tékkið vel á leigjanda/um inn á vef Héraðsdóms eða vef Hæstaréttar Íslands. Farið hreinlega fram á sakavottorð,“ segir Guðrún í tilkynningu á facebook síðu sinni en fjölmargir hafa verið að deila þessum skilaboðum hennar á vefnum.
Enn fremur segir í skilaboðum Guðrúnar „Flestir leigjendur reynast nú heiðarlegt og sómakært fólk, en því miður leynast inná milli bíræfnir aumingjar sem svífast einskis. Stela öllu sem hægt er að koma í verð, gera hreinlega sum húsin fokheld, eða skilja jafnvel leiguhúsnæðin eftir opin fyrir aðra þjófa. Endilega látið þetta berast til sem flestra svo hægt sé að vara við þessum óprúttnu aumingjum.“
Guðrún telur tjónir gríðarmikið „ Þetta er mikið tjón fyrir okkur fjölskylduna ca. 5 milljónir, ofan á allt annað sem við erum og höfum þurft að ganga í gegnum undanfarna mánuði. Auk alls þessa sem myndirnar sýna var öllum innihurðum einnig stolið, þær eru í hærri kantinum eða 220 x 90 m með felliþröskuldum. allar úr Eik, sérsmíðaðar af Ragnari Halldórssyni, þær ættu að vera merktar honum (RH). Einnig var öllum tenglum, rofum og ca. 60 Halogen ljósum stolið.“
Einnig tekur hún það fram að tryggingarnar fría sig undan allri bótaskyldu af svona þjófnaði ef ekki er um sjáanlegt innbrot að ræða.
Biður hún fólk vinsamlegast um að hafið augun opin. Það gæti hjálpað fjölskyldunni mikið. Ef þið verðið vör við einhverja hluti úr innbúinu, þá vinsamlegast hafið samband í síma 4992818/ Bessi 0047474481667 eða Guðrún 004745682524