Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námurnar ekki fyrir vélhjólaíþróttir
Laugardagur 3. maí 2008 kl. 11:11

Námurnar ekki fyrir vélhjólaíþróttir

Víkurfréttir greindu í gærmorgun frá utanvegaakstri í Reykjanesfólkvangi. Þar sagði að utanvegaakstur er sem aldrei fyrr grimmt stundaður í Reykjanesfólkvangi, þrátt fyrir að slíkur akstur sé stranglega bannaður þar. Sú sjón sem sjá má á meðfylgjandi mætti ljósmyndara VF á leið hans niður hálsinn við Djúpavatn þann 1. maí. Voru þar jeppi, eitt fjórhjól og þrír krossarar á ferð að spæna upp vatnsbakkann og umhverfi hans, eins og sjá má á hjólförunum á myndunum. Var greinilega gaman hjá þeim ef marka má ópin og hlátrasköllin sem heyrðust langar leiðir.

Þá sagði í fréttinni að vestan megin í fólkvanginum eru námur sem þessum aksturstækjum er ætlað að vera og mátti sjá fjölda vélhjóla þar 1, maí. Þetta er misskilningur blaðamanns, en námurnar eru alls ekki ætlaðar fyrir vélhjólafólk og hafa landeigendur þar staðið í baráttu um að fá að hafa námurnar og umhverfi þeirra í friði.

Allur utanvegaakstur vélhjóla er bannaður á Suðurnesjum nema á þar til gerðum brautum. Braut fyrir vélhjól er ofan við Sólbrekkur, en þar eru aðstæður í dag bágbornar í kjölfar framkvæmda á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024