Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námu heimilismenn á brott og misþyrmdu
Þriðjudagur 13. apríl 2010 kl. 08:54

Námu heimilismenn á brott og misþyrmdu

Tvö mál komu til kasta lögreglu á Suðurnesjum á síðasta ári sem líta verður mjög alvarlegum augum vegna þeirrar aðferðar sem viðhöfð var við brotin. Í báðum tilvikum réðust menn inn á heimili og námu einn heimilismann á brott með sér og misþyrmdu honum síðan áður en honum var sleppt. Í báðum tilvikum mun tilgangurinn hafa verið að innheimta skuldir eða handrukkun.


Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar segir einnig frá að eitt mál kom til rannsóknar þar sem grunur leikur á að ungabarn hafi verið hrist svo harkalega að alvarlegur höfuðáverki hlaust af. Rannsókn málsins er enn ekki lokið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Skráð ofbeldisbrot á árinu 2009 voru samtals 105 en það eru heldur færri mál en undanfarin ár. Töluverð fækkun var á minniháttar líkamsárásum eða um 11%.