Námskynning í Stapa var vel sótt

Í gær fór fram opin námskynning á Suðurnesjunum í Stapanum Reykjanesbæ. Hægt var að kynna sér nýja námsmöguleika í framhaldskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu. Rágjafar frá skólunum og Vinnumálastofnun aðstoðuðu fólk á öllum aldri og af ýmsu þjóðerni við að finna heppilegustu leiðirnar til að bæta menntun, auka hæfni sína og fjölga atvinnumöguleikum. Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum en kynningin var gríðarlega vel sótt.



Myndir: [email protected]



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				