Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námskeið um viðhald fasteigna
Fimmtudagur 28. apríl 2011 kl. 09:45

Námskeið um viðhald fasteigna


Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður öllum húseigendum á Reykjanesi á opið námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem standa nú þegar í viðhaldi á eignum sínum eða hafa huga á að hefja framkvæmdir.

Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 4. maí frá kl. 15:00 - 18:30 í frumkvöðlasetrinu Ásbrú, Reykjanesbæ. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Dagskrá námskeiðs
• Kl. 15:00 Ávarp: Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Þorsteinn Ingi Sigfússon býður gesti velkomna
• Kl. 15:20 Gluggar: Jón Sigurjónsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
• Kl. 15:40 Steyptir veggir: Helgi Hauksson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
• Kl. 16:00 Vegg- og þakklæðningar: Jón Sigurjónsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
• Kl. 16:20 Kaffi og tengslatorg
• Kl. 16:40 Raflagnir: Stefán Sveinsson, Rafiðnaðarskólinn
• Kl. 17:00 Raki og mygla í húsum: Sylgja D. Sigurjónsdóttir, Hús og heilsa
• Kl. 17:20 Endurmenntun fyrir viðhaldsverkefni: Ólafur Ástgeirsson, IÐAN - fræðslusetur
• Kl. 17:30 Kaffi og tengslatorg
• Kl. 17:50 Skipulagning viðhaldsverka: Sverrir Jóhannesson, Efla
• Kl. 18:10 Orkunýting og sparnaður: Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetur


Tengslatorg?

Á tengslatorgi veita fjölmargir iðnmeistarar, verkfræðistofur, bankar og þjónustuaðilar í byggingariðnaði upplýsingar , fræðslu og ráðgjöf um allt sem lýtur að viðhaldi, endurbótum á húsnæði og að auknum lífsgæðum á heimilum og vinnustað. Þar kemst hinn almenni húseigandi í kynni við sérfræðinga og getur í framhaldinu nýtt ný tengsl sem hvatningu og aðstoð til framkvæmda.

Skráning á námskeið fer fram hér