Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námskeið í stofnun fyrirtækja
Þriðjudagur 26. mars 2019 kl. 09:40

Námskeið í stofnun fyrirtækja

- ert þú með hugmynd og vilt stofna fyrirtæki?

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja býður upp á námskeið í stofnun fyrirtækis en tilgangur þess er að aðstoða alla þá sem eru með hugmynd sem þeir vilja breyta í fyrirtæki en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja.
 
Leiðbeinandi námskeiðsins er Haukur Guðjónsson stofnandi frumkvöðlar.is. Haukur býr yfir tveggja áratuga reynslu í frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað 7 fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta námskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 þegar hann hélt frítt námskeið í stofnun fyrirtækja til að hjálpa þeim sem höfðu farið illa út úr efnahagshruninu 2008. Siðan þá hefur hann kennt, leiðbeint og mentorað hundruði frumkvöðla bæði hér heima og í Norður Ameríku auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari og bloggari bæði á íslensku inn á frumkvodlar.is og á ensku inn á vikingentrepreneur.com.
 
Á námskeiðinu verður farið yfir öll grundvallaratriði varðandi stofnun fyrirtækja og tekin verða raunveruleg dæmi úr íslensku viðskiptalífi til að dýpka kennsluna. Reynt verður að hafa námskeiðið eins hagnýtt eins og hægt er svo það nýtist þátttakendum sem best þegar þeir taka sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.

Fullt verð er kr. 29,900 en Heklan niðurgreiðir námskeiðið fyrir þátttakendur sem þurfa aðeins að greiða skráningargjald 3.900.

Skráning á námskeiðið fer fram hér

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024