Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Námskeið í bráðalækningum á HSS
Föstudagur 13. júní 2003 kl. 13:41

Námskeið í bráðalækningum á HSS

Í dag fer fram námskeið í bráðalækningum fyrir lækna og hjúkrunarfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sigurður Árnason yfirlæknir heilsugæslunnar og lyflækningadeildar HSS sagði í samtali við Víkurfréttir að fleiri námskeið yrðu haldin á næstunni í bráðalækningum. „Með þessum námskeiðum er verið að skerpa á bráðalækningum, svo sem endurlífgun. Það er starfsfólk spítalans sem sér um þessi námskeið og standa þau yfir í einn dag.“ Að sögn Sigurðar hafa sjúkraflutningamenn spítalans einnig sótt þessi námskeið en 90% sjúkraflutningamanna spítalans eru með æðstu réttindi hvað varðar menntun í sjúkraflutningum.VF-ljósmynd: Á myndinni sést starfsfólk HSS á námskeiðinu í morgun þar sem verið er að fara í gegnum endurlífgun á brúðu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024