Fréttir

Nálægð við flugvöllinn þykir áhugaverður kostur
Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 09:43

Nálægð við flugvöllinn þykir áhugaverður kostur

Íslandsstofa hélt í vikunni áhugaverða vinnustofu í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og atvinnuþróunarfélagið Hekluna þar sem hagsmunaaðilum á svæðinu var boðið að borðinu með það að markmiði að kortleggja þá þætti sem stuðlað geta að vexti á útflutningi á vöru og þjónustu á svæðinu.
 
Vinnustofan sem fram fór í Bláa Lóninu var vel sótt og ferskar og frumlegar hugmyndir litu dagsins ljós. Þar var m.a. rætt um: ræktun á grænmeti á Reykjanesi, uppsetningu á vindmyllum, bjór, snyrtivörur unnar úr hráefni af svæðinu, aukið sjóeldi á landi og margt fleira spennandi. Það mátti greina á fundinum að nálægð við flugvöllinn þykir áhugaverður kostur þegar kemur að viðskiptum við umheiminn og að uppbyggingu á svæðinu í framtíðinni.
 
 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024