Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nafnasamkeppni á Garðskaga
Föstudagur 13. maí 2005 kl. 13:49

Nafnasamkeppni á Garðskaga

Byggðasafnsnefnd sveitarfélagins Garðs hefur ákveðið að efna til samkeppni um nafn á veitingastaðnum, sem verður á annarri hæð Byggðasafnsins á Garðskaga

Veitt verða ein verðlaun að upphæð kr. 25 þús. fyrir besta nafnið. Berist fleiri tillögur en ein um besta nafnið verður dregið um vinningshafa. Skilafrestur er til 8.júní n.k. en tilkynnt verður um vinningshafa á 17.júní hátíðahöldunum.

Formleg vígsla verður á safninu laugardaginn 2.júlí n.k. Safnið mun svo opna sunnudaginn 3.júlí kl.13:00.

Opnunartími Byggðasafnsins verður svo alla daga frá kl. 13- 17.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024