Miðvikudagur 19. október 2016 kl. 14:18
Nafn mannsins sem lést í slysi á Reykjanesbraut
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut síðasta mánudag hét Marinó Nordquist. Hann var fæddur árið 1979, búsettur í Keflavík en ættaður frá Akureyri. Marinó var einhleypur og barnlaus en lætur eftir sig foreldra og yngri systur.