Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nafn Böðvars Jónssonar langmest strikað út
Fimmtudagur 12. júní 2014 kl. 15:38

Nafn Böðvars Jónssonar langmest strikað út

Alls 528 útstrikanir í sveitastjórnarkosningunum í Reykjanesbæ

Alls voru 528 útstrikanir í sveitastjórnarkosningunum í Reykjanesbæ sem fram fóru á dögunum. Flestar útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokks, eða 395 talsins. Nafn Böðvars Jónssonar var strikað mest út en alls strikuðu 221 kjósendur út hans nafn.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Spyr.is, sem sendi fyrirspurn til allra kjörstjórna á landinu og vinnur nú að samantekt þeirra gagna sem hafa borist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá hvaða nöfn frá hverju framboði voru oftast strikuð út:

    Á  listi, Frjálst afl. Samtals 35 útstrikanir.

        Elín Rós Bjarnadóttir 12, Gunnar Örlygsson 7, Davíð Viðarsson 6.

    B  listi Framsóknar flokkur. Samtals 7 útstrikanir.

        Kristinn Jakobsson 7.

    D  listi Sjálfstæðis flokks: Samtals. 395 útstrikanir.
        Böðvar Jónsson 221, Björk Þorsteinsdottir 41, Steinunn Una Sigurðardóttir 39.

   S  listi Samfylkingar og Óháðra. Samtals. 26 útstrikanir.

        Guðný Birna Guðmundsdóttir 9, Friðjón Einarsson 7, Dagný Steinsdóttir 3.

    Y  listi Bein leið. Samtals 32 útstrikanir.
        Guðbrandur Einarsson 15, Einar Magnússon 4, Anna Lóa Ólafsdóttir 4.

    Þ  listi Pírata. Samtals 33 útstrikanir.

        Trausti Björgvinsson 5.