Nafn Böðvars Jónssonar langmest strikað út
Alls 528 útstrikanir í sveitastjórnarkosningunum í Reykjanesbæ
Alls voru 528 útstrikanir í sveitastjórnarkosningunum í Reykjanesbæ sem fram fóru á dögunum. Flestar útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokks, eða 395 talsins. Nafn Böðvars Jónssonar var strikað mest út en alls strikuðu 221 kjósendur út hans nafn.
Þetta kemur fram á vefsíðunni Spyr.is, sem sendi fyrirspurn til allra kjörstjórna á landinu og vinnur nú að samantekt þeirra gagna sem hafa borist.
Hér að neðan má sjá hvaða nöfn frá hverju framboði voru oftast strikuð út:
Á listi, Frjálst afl. Samtals 35 útstrikanir.
Elín Rós Bjarnadóttir 12, Gunnar Örlygsson 7, Davíð Viðarsson 6.
B listi Framsóknar flokkur. Samtals 7 útstrikanir.
Kristinn Jakobsson 7.
D listi Sjálfstæðis flokks: Samtals. 395 útstrikanir.
Böðvar Jónsson 221, Björk Þorsteinsdottir 41, Steinunn Una Sigurðardóttir 39.
S listi Samfylkingar og Óháðra. Samtals. 26 útstrikanir.
Guðný Birna Guðmundsdóttir 9, Friðjón Einarsson 7, Dagný Steinsdóttir 3.
Y listi Bein leið. Samtals 32 útstrikanir.
Guðbrandur Einarsson 15, Einar Magnússon 4, Anna Lóa Ólafsdóttir 4.
Þ listi Pírata. Samtals 33 útstrikanir.
Trausti Björgvinsson 5.