Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nætusvefni raskað og sprengjuglaðir eltir uppi
Miðvikudagur 3. janúar 2007 kl. 15:59

Nætusvefni raskað og sprengjuglaðir eltir uppi

Mjög mikið var um það á milli jóla og nýárs að almenningur kvartaði við Lögregluna í Keflavík vegna hávaða frá flugeldum. Að sögn lögreglu virtist vera meira um það en oft áður að fólk gerði sér að leik að skjóta upp flugeldum utan þess tíma sem slíkt er leyfilegt.  Lögregla hafði afskipti af þó nokkrum einstaklingum vegna þessa og foreldrum þeirra yngri var gert viðvart. Í nokkrum tilvikum voru flugeldar haldlagðir.

Reynt var að bregðast við þessum kvörtunum en oftast höfðu viðkomandi haft sig á brott áður en lögregla kom á vettvang. Helst var að fólk með sofandi ungabörn yrði illa fyrir barðinu á því tillitleysi sem þeir skotglöðu sýndu. Sprengingar að næturlagi röskuðu einnig nætursvefni margra bæjarbúa.
Lögregla segir að í nokkrum tilvikum hafi menn misst þolinmæðina og hlaupið uppi þá sprengjuglöðu. Ekki höfðu þó borist neinar kærir til lögreglu vegna þessa þegar haft var samand við hana.

Að sögn lögreglu voru það ekki eingöngu unglingar sem sakir áttu í þessu sambandi, t.d. var all algengt að fólk á Hafnargöturúntinum væri að henda öflugum „kínverjum“ út um bílglugga með tilheyrandi hávaða.
Samkvæmt lögum má ekki selja einstaklingum yngri en 16 ára flugelda en lögregla segir að ekki sé við söluaðilana að sakast, þeir hafi farið eftir settum reglum. Hins vegar sé greinilegt að þeir sem hafi aldur til kaupi flugelda fyrir þá sem yngri eru.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024