Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næturkremið heillaði þjófinn
Mánudagur 14. mars 2016 kl. 13:47

Næturkremið heillaði þjófinn

Karlmaður sem staðinn var að hnupli í verslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum játaði þjófnaðinn þegar lögreglumenn ræddu við hann.

Það sem hafði freistað hans voru tvær dósir af Nivea næturkremi, ein dós af dagkremi sömu tegundar, eitt box af liðverkjatöflum og ein tebolla. Maðurinn skilaði varningnum, sem var að verðmæti á níunda þúsund krónur, í réttar hendur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024