Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næstu skref ákveðin í kjölfar gerðadóms
Fimmtudagur 13. október 2011 kl. 15:31

Næstu skref ákveðin í kjölfar gerðadóms

Í Fréttaveitu HS Orku og HS Veitum fjallar Júlíus Jónsson forstjóri HS Orku um gerðadómsmál Norðuráls Helguvík og HS Orku síðan í júlí 2010. Norðurál stefndi þá HS Orku vegna orkusölusamnings sem aðilar undirrituðu 23. apríl 2007. Í samninginn voru settir margir og veigamiklir fyrirvarar og líktist samningurinn því um margt í raun viljayfirly´singu. Helstu fyrirvarar snéru um skilgreinda lágmarks arðsemi virkjana, um umhverfismat, um árangur af borunum, um samkomulög við viðkomandi sveitarfélög og um samninga við Landsnet um flutning orkunnar.

Virkjunarleyfið komið en sífelldar frestanir

Eins og fram hefur komið fékkst loks virkjunarleyfi frá Orkustofnun þann 15. september 2011 til að stækka Reykjanesvirkjun eftir um tveggja ára feril. Ekki hefur þó enn verið lokið við nauðsynlegar skipulagsbreytingar í Eldvörpum og í Krísuvík til að unnt sé að ráðast í rannsóknarboranir en óskað var eftir slíkum breytingum við Hafnarfjarðarbæ 29. júní 2007 og Grindavíkurbæ 15. október 2007. Fyrirvörum í samningnum skyldi aflétt 30. júní 2008 en þegar það reyndist óframkvæmanlegt var frestur framlengdur um 6 mánuði og síðan aftur um 6 mánuði um áramót eða til 30. júní 2009. Enn var ekki unnt að aflétta fyrirvörum og var fresturinn ekki framlengdur frekar. Ekki hafði þá enn fengist virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar og skipulagsmál skammt á veg komin og því til viðbótar varð efnahaglegt hrun í október 2008 sem leiddi til þess að y´msar forsendur samningsins brugðust. Júlíus segir aðila hafa hist reglulega og rætt þá stöðu sem upp var komin, m.a. um forsendur ny´s orkusölusamning og fleira.

Jafnframt segir Júlíus í pistli sínum að Norðurál Helguvík hafi ákveðið að stefna HS Orku fyrir gerðadóm sem skipaður er á grundvelli reglna sem settar eru af Arbitration Institute of the Stocholm Chamber of Commerce sem heldur utan um ferilinn. Norðurál haldi því fram að verðákvæði samningsins tryggi skilgreinda lágmarks arðsemi og auk þess telur Norðurál sig eiga rétt á mun meiri orkuafhendingu en HS Orka getur fallist á með hliðsjón af orðalagi og ákvæðum samningsins að mati Júlíusar.

Norðurál segir HS Orku ekki hafa starfað af heilindum

Í skrifum sínum segir Júlíus að Norðurál hafi haldið því fram fyrir gerðadómi að ástæða þess að virkjunarleyfi, skipulagsbreytingar og samkomulög við sveitarfélögin séu ekki komin sé sú að HS Orka hafi ekki unnið að þeim málum af heilindum. Segir Júlíus HS Orku hafa algjörlega vísað því á bug og lagt fram ítarleg yfirlit um öll samskipti við viðkomandi aðila, fundi, bréf o.s.frv. Gerðadómur er skipaður þremur dómurum. HS Orka skipaði einn, Norðurál Helguvík einn og aðilar komu sér saman um þann þriðja. Vitnaframburður og yfirheyrslur fóru svo fram vikuna 23. til 27. maí s.l. Samkvæmt reglum átti að kveða upp úrskurð í júlí en dómararnir óskuðu eftir meiri tíma og fengu frest til loka september. Þegar leið að lokum frestsins óskuðu dómararnir eftir meiri tíma og féllst „Arbitration Institute“ á það og veitti frest til loka október. Ekki er þó ljóst að þau tímamörk standist því fram hefur komið hjá dómurunum að þeir þurfi líklega meiri tíma en niðurstaða liggur ekki fyrir. „Niðurstöðu dómsins er því enn beðið og í framhaldi hans verði svo næstu skref ákveðin,“ segir Júlíus að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024