Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næsti sparkvöllur verður á Ásbrú
Sparkvöllur í Sandgerði.
Fimmtudagur 25. febrúar 2021 kl. 08:38

Næsti sparkvöllur verður á Ásbrú

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur tekur vel í erindi um uppsetningu á sparkvelli á Ásbrú. Samkvæmt áætlunum verður næsti sparkvöllur í Reykjanesbæ á Ásbrú og unnið er að því að finna honum staðsetningu, segir í fundargögnum ráðsins en Guðbergur Reynisson, formaður ÍRB, sendi ráðinu beiðni um uppsetningu á sparkvelli á Ásbrú fyrir hönd Tomasz Maciejewski sem hefur vakið athygli á vöntun á vellinum.

„Hér á svæðinu er mikill áhugi fyrir sparkvelli og mikil vöntun á slíkri aðstöðu. Yfir 4.000 manns eru nú á svæðinu og þörf á svona öruggu og skemmtilegu leiksvæði. Ákall er frá íbúum svæðisins að sparkvelli verði komið upp sem fyrst. Á Ásbrú er því miður ekki mikið um að vera fyrir áhugasama um íþróttaiðkun, og langt að fara á þau svæði sem eru fyrir. Við leggjum til að reistur sé sparkvöllur fyrir neðan skrifstofur Kadeco þar sem heyrst hefur að eigi að byggja nýjan grunnskóla fyrir Ásbrúarsvæðið. Einnig viljum við leggja höfuðáherslu á að sparkvellinum verði komið fyrir sem fyrst, hugmyndin er svipað stór sparkvöllur og er til dæmis við Heiðarskóla,“ segir í erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024